Starfsmenn í helgaráfyllingu

Takk fyrir áhuga þinn á að starfa hjá Ölgerðinni

 

Við leitum að ábyrgðarfullum, hraustum og duglegum einstaklingum til að sjá um að fylla á og framstilla drykkjarvörum Ölgerðarinnar um helgar.

 

Unnið er laugardaga frá kl. 07:00 - 17:00 og sunnudaga frá kl. 09:00 - 16:00 að lágmarki aðra hverja helgi. Frábært tækifæri með skóla.

 

Viðkomandi einstaklingur er fulltrúi þeirra vörumerkja sem hann annast og ber ábyrgð á að vörurnar séu framsettar á sem söluvænlegastan hátt í verslunum á höfuðborgarsvæðinu.

 

Hæfniskröfur:

  • Bílpróf
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Hreint sakavottorð
  • Jákvæðni, áreiðanleiki og framsækni

 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 

 

 

Deila starfi