Störf í framleiðslu í sumar

Takk fyrir áhuga þinn á að starfa hjá Ölgerðinni

 

Í framleiðslunni fer fram bruggun á bjór og átöppun á öllum framleiðsluafurðum Ölgerðarinnar.

Við leitum að starfsmanni sem er í iðn -, tækni - eða verkfræðinámi eða hefur reynslu eða áhuga á því sviði. Unnið er á vöktum

 

Hlutverk og ábyrgð

  • Störfin fela í sér tæknilega umsjón með vélum og vélbúnaði sem notaður er við framleiðslu á bjór, gosi, vatni og safa.
  • Leitast er við að ná hámarks afköstum fyrir hverja framleiðslulotu með hagkvæmni og góða nýtingu að leiðarljósi.

Hæfniskröfur

  • Rík þjónustulund og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Stundvísi og góð framkoma
  • Samviskusemi og jákvæðni
  • Íslensku- eða enskukunnátta
  • Geta unnið undir álagi
  • Reglusemi og snyrtimennska

Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 18 ára aldri og geti hafið störf í byrjun maí og unniðfram í miðjan ágúst

Deila starfi