Starfsmaður á rannsóknarstofu

Takk fyrir áhuga þinn á að starfa hjá Ölgerðinni.

 

Ölgerðin leitar að öflugum, samviskusömum og jákvæðum starfsmanni á rannsóknarstofu sína.

 

Hlutverk og ábyrgð:

 

Starfið felur í sér gæðaeftirlit á framleiðsluvörum fyrirtækisins, í því felst m.a. efna og örverumælingar á bjór, gos og safa og aðstoð við utanumhald á niðurstöðum mælinga.

 


Hæfniskröfur:

  • Stúdentspróf
  • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
  • Mikil þjónustulund og samskiptahæfni
  • Áhugi á gæðamálum
  • Góð tölvukunnátta

 

Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar nk.

Deila starfi