Starfsmaður í framleiðslu

Takk fyrir áhuga þinn á að starfa hjá Ölgerðinni

 

Við leitum að einstaklingi með góðan tæknilegan skilning og hæfni til að starfa við framleiðsluvélar í tæknilega flóknu umhverfi.

Hlutverk og ábyrgð:

  • Vinna við framleiðsluvélar í framleiðslusölum Ölgerðarinnar
  • Stilla og stýra vélbúnaði þannig að framleiðsla á hágæðavörum sé tryggð
  • Breytingar og fínstillingar á vélarbúnaði sem notaður er við framleiðslu á vatni, gosi og öli
  • Ná hámarks afköstum fyrir hverja framleiðslulotu með hagkvæmni og góða nýtingu að leiðarljósi

Hæfniskröfur:

  • Þjónustulund og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð samskiptahæfni og jákvæðni
  • Geta til að vinna undir álagi og eljusemi
  • Hafa gott vald á ensku jafnt í máli og riti
  • Nám og/eða reynsla af vélvirkjun, bifvélavirkjun, vélstjórn eða sambærilegt er kostur

 

Um er að ræða þrískiptar vaktir, 07:30 til 15:30, 15:30 til 23:30, 23:30 til 07:30 viku í senn.

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst, umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar nk.

Deila starfi