Umsjón kaffikróka og aðstoð í mötuneyti

Takk fyrir að sýna okkur áhuga.


Við leitum að samviskusömum og jákvæðum einstaklingi til að sjá um kaffikróka og aðstoða í mötuneyti.


Hlutverk og ábyrgð

  • Sjá um pantanir á veitingum og áhöldum fyrir kaffikróka
  • Umsjón með kaffivélum, áfylling drykkja í kæliskápa, ávaxta og annara veitinga á kaffikrókum
  • Þrif og frágangur á kaffikrókum og fundarherbergjum
  • Aðstoð við kvöldmat í mötuneyti

Hæfniskröfur

  • Samviskusemi og sjálfstæð vinnubrögð
  • Jákvæðni, þjónustulund og stundvísi
  • Reynsla af störfum í mötuneyti er kostur

 

Vinnutími er mánudaga-fimmtudaga kl. 15:00 - 20:00 og föstudaga kl. 10:00 - 14:00.

 

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.


Deila starfi